Skip directly to content

FAQ - ICE-Icelandic

ED SHEERAN, REYKJAVÍK 2019

SPURT OG SVARAÐ

 

Í aðdraganda þess að við setjum miða í sölu fáum við oft margar spurningar um tónleikana og miðasöluna. Við höfum því sett saman þessar leiðbeiningar til þess að aðstoða þig í þessu ferli. Við erum að vinna hörðum höndum að því bak við tjöldin að tryggja að miðarnir endi allir í höndum raunverulegra aðdáenda, án milliliðs.

 

Hvert er uppsett miðaverði?

15,990 kr. fyrir standandi svæði.

19,990 kr. fyrir sitjandi C svæði.
24,990 kr. fyrir sitjandi B svæði.
29,990 kr. Fyrir sitjandi A svæði.

Um hvað snýst endursala miða og óheimil miðakaup?

Nú er það orðið æ algengara að óprúttnir aðilar kaupa miða í gegnum viðurkennda miðasölusíðu og selja svo miðana á uppsprengdu verði og hirða ágóðann. Þessir aðilar kaupa oft fjölda miða og gerir það raunverulegum aðdáendum erfitt að fá miða á uppsettu verði.

Persónubinding

Til þess að koma veg fyrir þetta eru allir miðar sem seldir eru með nafn miðahafans á miðanum sjálfum. Þegar þú mætir á tónleikastað þarf nafnið á miðanum að passa við skilríki sem þú sýnir við inngang. Ef þú kaupir nokkra miða þurfa allir gestir að koma inn á sama tíma og þú. Þú þarft líka að geta sýnt bókunarstaðfestingu ef beðið er um það.

Þetta þýðir að þegar þú kaupir miða munu miðarnir vera sérmerktir þér. Þegar þú mætir á tónleikana þarft þú og aðrir sem þú kaupir miða fyrir (hámark átta samtals) að koma á sama tíma.

Við áskiljum okkur rétt til þess að skoða skilríki; vinsamlegast komið með gild skilríki með mynd til þess að tryggja að þú og gestir þínir fái aðgang að tónleikunum.

Hvar kaupi ég miða á uppsettu verði?

Þú getur einungis keypt gilda miða á tónleika Ed Sheeran í Reykjavík á Tix.is/ED. Þú mátt kaupa allt að átta miða. Ef það kemur í ljós að einn aðili hefur keypt meira en átta miða verða allir auka miðar gerðir ógildir.

Miðar keyptir í gegnum þriðja aðila (t.d. aðra heimasíðu en Tix.is/ED eða frá endursöluaðila) munu ekki veita þér aðgang að tónleikunum.

Hversu marga miða má ég kaupa?

Þú mátt kaupa átta miða. Ef það kemur í ljós að þú hafir keypt fleiri miða verða þeir miðar gerðir ógildir.  

Hvernig borga ég?

Þú getur keypt miðana á Tix.is með kredit- eða debetkorti og einnig með Aur eða Kass.

En við erum fleiri en átta, hvað gerum við þá?

Það er allt í góðu, þú getur keypt átta miða oftar en einu sinni svo framarlega sem það er gert með mismunandi kreditkortum. Þú getur einungis keypt átta miða í einu.

Get ég keypt miða sem gjöf?

Já, en manneskjan sem þú kaupir miða fyrir þarf að vera með þér þegar þú mætir á tónleikastað (ef nafnið þitt er á miðunum).

Hverjar eru aðgangsreglurnar?

Til þess að miðinn sé gildur þarf miðahafi að geta sýnt eftirfarandi við aðganginn:

i) Kredit- eða debetkortið sem var notað til að kaupa miðana, eins og kemur fram á bókunarstaðfestingunni.

ii) Bókunarstaðfestinguna.

iii) Gilt skilríki með mynd (passi, ökuskírteini, stúdentaskilríki, bankadebetkort) sem samsvarar nafninu á miðanum og debet- eða kreditkortið sem var notað til að kaupa miðann.

Er aldurstakmark?

Krakkar undir 12 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forrráðarmanni.

Eru myndavélar leyfðar?

Litlar myndavélar og myndavélar á símum eru leyfilegar en engar DSLr eða stærri vélar eru leyfðar. Ef þú mætir með slíka myndavél verður þér ekki hleypt inn. Engir hlutir verða gerðir upptækir, það er á þína ábyrgð að losa þig við bannaða hluti áður en farið inn á tónleikastaðinn.

Ég kemst ekki lengur og þarf að selja miðann minn, hvað á ég að gera?

Það er stranglega bannað að selja miðann með heimasíðu þriðja aðila eða með gróða. Allir miðar sem hafa verið keyptir á heimasíðu annarri en Tix.is eru ógildir.

Hvenær fáum við miðana?

3-4 vikum fyrir viðburð. Nánari uppýsingar síðar.

Ég finn ekki staðfestingarpóstinn minn?

Leitaðu fyrst í tölvupósthólfinu þínu undir Tix.is. Ef þú finnur hann ekki hringdu í Tix í síma 551 3800 eða sendu þeim tölvupóst á info@tix.is

Hversu snemma á ég að mæta?

Húsið opnar kl. 16:00. Þú mátt mæta eins snemma og þú vilt. Upphitunaratriði mun byrja spila upp úr kl. 18:30. Ráðgert  er að tónleikarnir muni ekki klárast mikið seinna en kl. 22:15. Nákvæmar tímasetningar verða kynntar síðar.

Ég keypti miða í gegn um þriðja aðila og ég fékk ekki aðgang að tónleikunum. Hvað get ég gert til þess að fá endurgreitt?

Við munum veita þér formlegt bréf þess efnis að þér var meinaður aðgangur og þú getur notað það til þess að reyna að fá endurgreitt frá heimasíðunni sem seldi þér miðann. Endilega skoðaðu heimasíðuna vel til þess að sjá hvaða úrræði eru í boði.

Hvernig kaupi ég miða fyrir hreyfihamlaða? 

Vinsamlegast hafðu samband við Tix.is með því að hringja í síma 551 3800 eða senda þeim tölvupóst á info@tix.is.

Fleiri góð ráð varðandi miðakaupin?

Hafðu allar greiðsluupplýsingar tilbúnar þegar þú hefur miðaferlið. Búist er við því að miðar seljist hratt og við viljum að allir gangi greiða leið í gegnum kaupferlið.

Kaupið miða einungis í gegnum Tix.is, eina viðurkennda söluaðilann.

Tryggðu að info@tix.is geti sent þér pósta með því að vista þau sem þekktan tengilið í tölvupóstforritinu þínu.

 

 

[]